Súpufundur 30 janúar 2023

Forsíða / Fréttir
30.01.2023

Súpufundur 30 janúar 2023

Félagsmenn SI á Suðurnesinu hittust á góðum og málefnalegum súpu fundi.

Meistarafélag byggingamanna Suðurnesjum (MBS) stóð fyrir fjölmennum fundi þar sem öllum félagsmönnum SI í mannvirkjagerð á Suðurnesjum stóð til boða að mæta. MBS stendur fyrir sambærilegum fundum síðasta mánudag hvers mánaðar, að sumrinu undanskildu.

Formaður félagsins bauð fundargesti velkomna og tilkynnti að hann myndi ekki halda áfram sem formaður en aðalfundur félagsins verður 10 febrúar þar sem ný stjórn verður kosinn.


Á þennan fund mætti Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og fjallaði um niðurstöður útboðsþings SI sem er ný liðið. Einnig fjallaði Sigurður Hannesson um ábendingar SI til verkkaupa er varðar mikilvægi undirbúnings verka og mikilvægi þess að vanda vel allt við gerð útboðsskilmála og opnun útboða. Fundarmenn voru mjög ánægðir með kynningu Sigurðar og sköpuðust mjög góðar umræður. Einnig komu fundarmenn með ábendingar til SI hvað betur mætti gera til að gæta enn betur hagsmuna félagsmanna. Sem dæmi þá bentu fundarmenn á að það þurfi að skýra enn betur út fyrir öllum hvert hlutverk byggingarstjóra er, það eru alltof margir sem skilja ekki hlutverk hans.