Húsasmíðameistari
Iðngrein: Húsasmíði
Heimilisfang: Heiðarbraut 9 b, Reykjanesbær 230
Kennitala: 30957-4909
Víkurás ehf
Trésmiðjan Víkurás ehf var stofnað í september árið 1992. Stofnendur og núverandi eigendur eru Benjamín Guðmundsson, Karl E. Ólafsson, Magnús M. Garðarsson og Skúli H. Hermannsson. Frá upphafi hefur starfsemi fyrirtækisins verið að Iðavöllum 6 í Keflavík, en áður en Víkurás hóf rekstur hafði sambærileg trésmiðja verið starfrækt þar.
Víkurás sérhæfir sig aðallega í framleiðslu á spónlögðum innihurðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði. Hjá fyrirtækinu er mikil áhersla lögð á fyrsta flokks hráefni, enda býr íslenskt spónval yfir meiri gæðum en fyrirfinnst annars staðar. Á hverju ári afgreiðir Víkurás nokkur þúsund hurðir til viðskiptavina og dreifingaraðila. Önnur framleiðsla felst í fullvinnslu innréttinga og spónparkets, en hið síðarnefnda er markaðsett undir vörumerkinu Scandic Parket.
Umfang verka getur verið mismunandi. Algengt er að afgreidd séu stór tilboðsverkefni fyrir verktakafyrirtæki t.d. hurðir og innréttingar í heilu fjölbýlishúsin. Einnig er mikið um smíði eldvarnarhurða fyrir hótel og húsfélög í fjölbýli. Af smærri verkum sem koma upp á borðið má nefna sérverkefni fyrir arkitekta og ýmsa sérsmíði fyrir einstaklinga. Á Reykjavíkursvæðinu (og landsbyggðinni) er Húsasmiðjan söluaðili fyrir Víkurás og hefur fyrirliggjandi sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins í helstu verslunum sínum.
Fyrirtækið leitast við að vera umhverfisvænt hvað varðar hráefni og hráefnisnýtingu. Allt sag sem til fellur er safnað saman í síló, sem er staðsett utandyra. Undir því er sérstakur brennsluofn sem hitar vatn, sem notað er til upphitunar.
Áramótin 1996-97 voru mjög örlagaríkur tími í sögu Víkuráss. Þann 29. desember 1996 kom upp eldur í 1800 m² húsnæði fyrirtækisins. Tjón á húsnæði, tækjabúnaði og lager var gífurlegt, en talið er að eldsupptökin hafi komið frá íkveikju fikti barna. Þrátt fyrir þetta mikla áfall héldu menn starfseminni ótrauðir áfram í nálægu bráðabirgðahúsnæði. Eftir um 9 mánuði var gamla húsnæðið tekið í notkun á ný eftir gagngerar endurbætur og uppbyggingu. Þá var fjárfest í mjög fullkominni lökkunarlínu, sem inniheldur umhverfisvæn efni sem menga ekki út frá sér. Jafnframt voru brunavarnir endurskipulagðar, en í dag er í fyrirtækinu mjög fullkomið Sprinkler brunakerfi.
Framkvæmdastjóri Víkuráss er Benjamín Guðmundsson
Kennitala: 410992-2219
Heimilisfang: Iðvöllum 6, Reykjanesbær 230
Fjöldi starfsmanna: 15
Um starfsmenn:Eigendur og starfsmenn
Benjamín Guðmundsson
Framkvæmdastjóri
Gsm:
893 9297benni@vikuras.is Karl E. Ólafsson
Framleiðslustjóri
Magnús M. Garðarsson
Framleiðslustjóri
Gsm:
891 9751Skúli H. Hermannsson
Framleiðslustjóri
Gsm:
898 6912Helga E. Sigurðardóttir
Ritari
Gsm:
898 3618helga@vikuras.is Aðrir stafsmenn
A. Elvar Antonsson
Angelo Corvetto
Árni B. Hjaltason
Brynleifur H. Jónsson
Diego Pagliaro
Eiríkur Sigurbjörnsson
Elías Sigvarðsson
Jóel Daði Halldórsson
Krystian Milewczyk
Margeir Hermannsson
Ólafur Þór Karlsson
Víkingur Sveinsson