Súpufundur

Forsíða / Fréttir
23.02.2018

Súpufundur

Sælir félagar

Minni á næsta súpufund sem verður á mánudaginn kl 12:00.

Einnig bíð ég að venju byggingafulltrúana á svæðinu velkomna með von um að sjá þá sem flesta.

 

Ég vil líka bjóða velkominn á fund til okkar hann Óla hjá Fit ef hann hefur tök á því að mæta.

 

Á þessum fundi áttum við að fá kynningu á framkvæmdum við Aðaltorg í Reykjanesbæ sem er við Alex, en sá sem ætlaði að mæta og kynna fyrir okkur þetta verkefni hefur boðað forföll og munum við því taka létt spjall um það sem er efst á baugi hjá okkur.