Súpufundur
Sælir félagsmenn gleðilegt ár og þakka ykkur fyrir árið sem er að líða.
Næsti súpufundur hjá okkur verður þann 29 janúar 2018 kl 12:00 í sal félagsins, eins og áður verður súpa frá Soho í boði Samtaka Iðnaðarinns.
Á þessum fundi mun venju samkvæmt Friðrik Ólafsson okkar maður frá MSI mæta á svæðið.
Einnig mun Tryggvi Þór Bragason sem hefur nýlega tekið við stöðu umsjónarmanns fasteigna hjá Reykjanesbæ mæta á svæðið og fara yfir helstu verkefni frammundan hjá Reykjanesbæ sem heyra undir hann.
Við munum einnig boða á fundinn allir byggingafulltrúar sem heyra undir félagssvæðið okkar, og vona ég til að sjá þá sem flesta.
Ég vil nota tækifærið og hvetja sem flesta félagsmenn okkar til að mæta ásamt öðrum félagsmönnum sem eru innan raða Samtaka Iðnaðarinns eins og múrurum og rafvirkjum.
Að lokum vil ég þakka þeim sem komu á síðast fund til okkar sem var bæði fjölmennur, fræðandi og skemmtilegur.
Mynd frá fundi 27 nóv 2017
Kv.
Formaður.