Haustferð.

Forsíða / Fréttir
22.11.2018

Haustferð.

MBS fór í skemmtilega haustferð alls fóru 17 félagar og gestir í þessa ferð.

Fyrst var farið í Límtré Vírnet og límtrésverksmiðjan skoðuð og líka samloku eininga verksmiðjan, það var mjög fróðlegt að skoða þær og þökkum við Steingrími hjá Límtré Vírnet fyrir frábæra kynningu á starfsemi fyrirtækisins.

Að heimsókninni lokinni var farið í súpu hjá Farmers Bistro á flúðum og gæddu menn sér á frábærri sveppasúpu ásamt öðrum kræsingum.

Fyrirhugað var að fara í heimsókn í Ölver og skoða þar bjórverksmiðju en það gekk ekki og var því farið í Efsta dal og fjósið þar heimsótt og gæddu félagar sér á heimtilbúnum ís á meðan.

Þegar að skoðun í Efsta dal var lokið þá var förinni heitið í Set. Þar tók á móti okkur Bergsteinn Einarsson og leiddi okkur um verksmiðjuna sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt að því loknu fór hann með okkur út á flugvöllinn á Selfossi þar sem hann sýndi okkur lítið safn með flugvélum og hertengdum munum, við þökkum Bergsteini fyrir frábæra kynningu og góðar móttökur.

Að lokum var farið út að borða á Surf and Turf á Selfossi og gæddum við okkur þar á gómsætum steikum en þær voru hreint út sagt frábærlega verl eldaðar.

Bus4You sá okkur fyrir bíl og bílstjóra sem var hreynt afbragð og þökkum við þeim fyrir.

Kær kveðja

Formaður.