Sælir ágætu félagsmenn nú er ný afstaðinn 43. aðafundur Meistarafélags byggingamanna Suðurnesjum og gekk hann vel fyrir sig,
það sem helst er að frétta eftir þennan fund að nú mun félagið fara í enn eina innheimtuaðgerðina til að ná betri heimtu á ógreiddum félagsgjöldum sem kemur til með að félögum verður vísað úr félaginu ef félagar semji ekki um skuldir sínar fyrri 1. apríl 2016 .
Einnig er það að frétta að á þessu ári verður félagið 45 ára og var ákveðið að ráðast í útgáfu á blaði þar sem ýmis fróðleikur mun koma fram um félagið.
Lúðvík Gunnarsson er fráfarandi varaformaður félagsins og hefur hann gengt því starfi í um það bil 25 ár og þökkum við honum óeigingjarnt starf í þágu félagsins, að þessu tilfelli var honum veittur gullfáni fálagsins.

Lúðvík Gunnarsson.